Við í FÓLKi erum fyrsta fyrirtækið til að nýta aukinn veruleika (e. Augmented Reality) hér á landi í vefverslun okkar.
Nú er hægt með aðstoð tækninnar að máta íslensku hönnunarvörurnar okkar í rýmið heima, snúa þeim og færa og skoða vöruna gaumgæfilega.
Nú hefur Finnish Design Shop, ein öflugasta vefverslun Evrópu hafið sölu á Urban Nomad Collection frá FÓLK Reykjavík
Þar er FÓLK í hópi hönnunarmerkja eins og HAY, Fritz Hansen, Normann Copenhagen, Marimekko og Iittala, og Jón Helgi Hólmgeirsson í hópi hönnuða eins og Arne Jacobsen, Alvar Aalto, Bouroullec bræðra og Eames hjóna.
Á tímum óvissu og samkomubanns í vor fundum við sterkt hve mikil þörf var fyrir okkur sem ung nýsköpunarfyrirtæki að þjappa okkur saman og prófa nýja leiðir í samstarfi. Því ákváðum við að fara í sameiginlega myndatöku þar sem vörur FÓLKs og blómaskreytingar Pastel fá að njóta sín saman.
Sjúkrahúslök fá nýtt hlutverk í þessum lampa sem er úr endurunnum bómullartextíl. Textíllinn er endurnýttur á óvæntan hátt í stað þess að vera urðaður eða brenndur. Sterk en einföld form kallast á, líkt og greina má víða í verkum eftir Theodóru Alfreðsdóttur.
Viðfangsefni Norður Norður er að velta upp spurningunni hvað skilgreinir íslenska hönnun á nytjahlutum. FÓLK Reykjavík sýnir vörur sínar í Rammagerðinni og kynnir áherslur sínar í samfélagsábyrgri hönnun, 24-28. júní.
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira