Á tímum óvissu og samkomubanns í vor fundum við sterkt hve mikil þörf var fyrir okkur sem ung nýsköpunarfyrirtæki að þjappa okkur saman og prófa nýja leiðir í samstarfi.
Því ákváðum við að fara í sameiginlega myndatöku þar sem vörur FÓLKs og blómaskreytingar Pastel fá að njóta sín saman.
Við munum halda áfram að birta þessar sumarlegu og fallegu myndir á næstu dögum. Hér er um að ræða 100% íslenska hönnun og handverk. Njótið!
Myndirnar tók: Baldur Kristjánsson
Stílíserað af: Pastel
Hönnun Living Objects: Ólína Rögnudóttir.