er stofnandi og listrænn stjórnandi FÓLKs. Eftir að hafa lokið BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands starfaði hún við blaða- og fréttamennsku, þar sem hún öðlaðist reynslu sem hún myndi aldrei skipta á, en einnig viðurkenningu fyrir greinaflokk ársins á sviði umhverfismála ásamt RAX og Morgunblaðinu. Ragna lauk því næst MSc gráðu í alþjóðviðskiptum og tungumálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Eftir útskrift stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki með áherslu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni og starfaði fyrir viðskiptavini á borð við Þróunaráætlun Sameinuðu Þjóðanna (UNDP), Utanríkisráðuneytið og Íslandsbanka. Að því búnu stökk Ragna á óvænt tækifæri og gerðist yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar og síðar yfirmaður samfélagsábyrgðar Landsirkjunar. Árið 2015 söðlaði hún um og stofnaði hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík. Ragna Sara hefur látið umhverfis- og mannréttindamál sig varða. Hún er fyrrum formaður stjórnar UN Women á Íslandi, varaformaður stjórnar Festu Miðstöðvar um samfélagsábyrgð og formaður dómnefndar fjölmiðlaverðlauna Umhverfisráðuneytisins og formaður dómnefndar Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
útskrifaðist sem vöruhönnuður úr Listaháskóla Íslands 2012 og með meistaragráðu í samskiptahönnun frá Malmö University 2015. Jón Helgi hefur frá útskrift unnið að fjölmörgum hönnunartengdum verkefnum fyrir fyrirtæki eins og IKEA, Bility og Hring eftir Hring. Hönnun hans hefur verið sýnd á sýningum í Stokkhólmi, Berlín og París auk þess sem umfjöllun hefur birst í tímaritum á borð við Wired, Frame og Elle Decor. Jón Helgi hefur starfað sem yfirhönnuður frumkvöðlafyrirtækisis Genki Instruments sem hlaut hönnunarverðlaun Íslands árið 2019.
er með AP gráðu í Multimedia Design & Communication og BA gráðu í Design & business, með sérhæfingu í vöruhönnun frá KEA (Copenhagen School of Design and Technology). Sem hönnuður þá vinnur Ólína út frá upplifunarhönnun, sjálfbærni og umhverfi (sustainable design) og empathy design. Ólína hóf hönnunarsamstarf með FÓLKi vorið 2017.
lauk mastersnámi í vöruhönnun frá The Royal College of Art í London árið 2015 og BA prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún hefur frá útksrift unnið í London að eigin verkefnum ásamt því að vinna fyrir aðra hönnuði, svo sem Philippe Malouin og Bethan Laura Wood. Verk hennar snúast um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur; verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegn um, sagt til um hvað gerðist milli vélar, verkfæris, handverksmanns og efnis með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur. Theodóra er var tilnefnd til FORMEX NOVA verðlaunanna árið 2019 fyrir framúrskarandi verk á sviði hönnunar. Þá hafa verk Theodóru birsti í þekktum hönnunartímaritum á borð við Another Magazine og Elle Decor Italia.
er prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún er með Mastersgráðu í iðnhönn un frá Domus Academy á Ítalíu, Listrannsóknarmaster frá Brighton og stundar nú doktorsnám í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem fagstjóri og prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands í áratug. Tinna hefur setið í fjölda stjórna og dómnefnda, hún hefur skri fað greinar og bókakafla, ritstýrt og átt sæti í ritnefndum. Tinna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja fyrir verk sín og verk eftir hana eru í eigu íslenskra og erlendra lista- og hönnunarsafna. Tinna hefur tekið þátt í fjölda hönnunarsýninga, hér heima og erlendis.
Ragna er íslenskur hönnuður, fædd í Reykjavík, lærð í París og starfrækir sitt eigið studio í Reykjavík. Verk Rögnu samanstanda af smávöru, skúlptúrum og húsgögnum. Í verkum sínum kafar hún djúpt í framleiðsluferla og kannar möguleika á nýjungum sem leiða til einstakra og framandi vara. Með tilraunakenndri nálgun vinnur hún með efni sem oft eru óþekk öðrum. Með því að lita og laga efni á sérstakan hátt hefur Ragna skapað ákveðna fagurfræði sem er einkennandi fyrir hönnun hennar. Verk hennar eru frumleg og ævintýraleg en innblástur sinn sækir hún úr ólíkum áttum, allt frá náttúrulegu umhverfi sínu til kjarnorkuvopna og goðsagna kenndra vera.
Birta Rós Brynjólfsdóttir útskrifaðist frá ListaháskólaÍslands með B.A. í vöruhönnun árið 2016. Eftir útskrift fór hún í starfsnám hjáhönnunarteyminu Glithero í London. Birta er partur af Willow Project sem var sýnt á Dutch Design Week og á sýningunni Earth Matters í Textiel Museum í Tilburg, Hollandi. Fjallað er um verkefnið í bók Thames & Hudson, Radical Matter: Rethinking Materials for a Sustainable Future og í bókinni Why Materials Matter: Responsible Design for a Better World.
Hrefna Sigurðardóttir útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.S. í iðnaðarverkfræði árið 2013 og með B.A. í vöruhönnun frá ListaháskólaÍslands árið 2017. Áður hafði hún stundað nám í keramiki við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hrefna var partur af teyminu á bakvið The Travelling Embassy of Rockall, samfélagsverkefni þar sem skapaður var samræðuvettvangur um samfélag framtíðarinnar.
Saman eru þær hönnunartvíeykið Flétta þar sem endurnýting og uppvinnsla hráefna er meginstefið. Flétta hlaut Hönnunarverðlaun The Reykjavík Grapevine fyrir vöru ársins árið 2019 og fyrirvörulínu ársins 2020.
Gunnar Magnússon er einn af stærstu nöfnum Íslenskrar hönnunarsögu og húsgögn hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Inka línan er ein af tímalausu og klassísku vörulínum hans, og sú fyrsta sem FÓLK endurútgefur.
Hönnun Gunnars er stílhrein og klassísk, og árið 2021 vann hann Heiðursverðlaun Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Gunnar bjó um stund í Danmörku, þar sem hann fékk viðurkenningar í alþjóðlegum hönnunarkeppnum á 7. áratugi seinustu aldar. Hann starfaði í Danmörku og átti meðal annars í samvinnu með þekktum hönnuðum eins og Børge Mogensen.
Hann snéri aftur til Íslands með fjölskyldu sinni árið 1964, þar sem að hann stofnaði sína eigin teiknistofu og vann í fjóra áratugi. Meðal fjölmargra verkefna hans fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, hefur hann hannað fyrir Alþingi Íslands, Íslandsbanka, Kennaraháskólann og Hótel Holt.