Leit

Húsgögn

Smærri hlutir

Ljós

FÓLK Vörulisti 2023

Sögur af FÓLKi

Innblástur

Umfjöllun um FÓLK

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Um FÓLK Reykjavík

Hönnunarmerkið Fólk er nýsköpunarfyrirtæki stofnað árið 2017 til að ýta undir hönnun og framleiðslu sem styður sjálfbærni og hringrás hráefna auk þess að vera stökkpallur fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu.

Vörur fyrirtækisins eru hannaðar eftir sérstökum skilyrðum þar sem meðal annars eru einungis notuð náttúruleg og endurunnin hráefni auk þess sem ekkert plast er notað í umbúðum. FÓLK vinnur að tilraunum á notkun á nýjum endurunnum hráefnum við framleiðslu hönnunarvöru í samstarfi við íslensk framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið hlaut nýverið styrk úr Hönnunarsjóði og Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka til verkefnisins Hringrásarvæn hönnun.

Samstarfshönnuðir FÓLK Reykjavík eru þau Jóni Helgi Hólmgeirsson sem hlaut hönnunarverðlaun ársins árið 2019 sem yfirhönnuður Genki Instruments, Ólína Rögnudóttir og Theódóra Alfreðsdóttir sem tilnefnd var til Norrænu Formex hönnunarverðlaunanna árið 2019.

Vörur FÓLK hafa verið sýndar á hönnunarsýningum í Stokkhólmi og París og hefur fyrirtækið nýverið tryggt sér samninga við dreifingaraðila í 6 löndum.

Hönnunarstefna FÓLKs byggir á eftirfarandi reglum

#1 Við hönnum vörur sem hvetja til sjálfbærs lífsstíls og tilfærslu yfir í hringrásarhagkerfið.

#2 Vörur okkar eru hannaðar til að endast og gerðar á vandaðan hátt úr sterkum og endingargóðum hráefnum.

#3 Við notum einungis hrein og náttúruleg eða endurunnin hráefni. Til dæmis við, pappír, stein, málma og gler. Viðurinn sem við notum er ávallt FSC vottaður frá sjálfbærum skógi. Við notum endurunnið stál, plötur úr endurunnum textíl sem annars hefði verið brenndur eða lent í landfyllingu og erum að prófa hvort við getum gert vörur úr endurunnu plasti til að styðja hringrás þess.

#4 Við notum ekki einnota plast, né notum við nýtt plast í vörur eða umbúðir.

#5 Við hvetjum til gagnsæis í framleiðsluferlinu. Við trúum að gangsæi leiði til sanngjarnari viðskiptahátta þar sem neytandinn getur átt síðasta orðið.

#6 Við styðjum og höfum í heiðri heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Við höfum valið sérstaklega markmið númer 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu til að vera okkar megin innblástur.

Leit