FÓLK Reykjavík opnaði Pop-Up verslun og nýtt sýningarrými á opnunardegi HönnunarMars 2021
Opnunin helst í hendur við frumsýningu á átta nýjum vörulínum og kynningu á verkefninu Hringrásarvæn hönnun, sem snýr að því að endurnýta og endurvinna hráefni sem falla til hérlendis.
Pop-Up verslunin mun standa yfir fram á haust og eru þar allar vörulínur FÓLKs fáanlegar ásamt nýjum frumgerðum, í takmörkuðu upplagi.
Opnunartímar:
Mán. - Lau. : 11:00 - 18:00Sun. : 13:00 - 17:00
Sýningin Hringrásarvæn hönnun mun standa til 31. maí 2021.