Leit

Húsgögn

Smærri hlutir

Ljós

FÓLK Vörulisti 2023

Sögur af FÓLKi

Innblástur

Umfjöllun um FÓLK

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Okkar nálgun við sjálfbærni

Við lifum á tímum breytinga. Neyslusamfélagið sem hefur orðið til á síðustu áratugum er í endurskoðun vegna alvarlegra áhrifa þess á umhverfið og framtíðar lífsskilyrði jarðarbúa. FÓLK Reykjavík var stofnað til að hafa jákvæð áhrif. Ég var eins og margir, mjög áhyggjufull yfir minni eigin neyslu og þeim áhrifum sem hún hefði á umhverfið. Þrátt fyrir að ég væri að gera mitt besta til að minnka áhrif minnar eigin neyslu og lifnaðarhátta, fannst mér mig sem neytanda skorta valkosti þegar kom að því að versla inn fyrir mig og heimilið með ábyrgð á umverfisvandanum að leiðarljósi.

Að loknum miklum pælingum tók ég loks skrefið og gerðist frumkvöðull, og ég trúi að sem slíkur hafi ég stórt hlutverk í að skapa ný ferli, breyta því hvernig við gerum hlutina og taka þátt í að flýta þróuninni til aukinnar sjálfbærni og hringrásar í hagkerfinu. Ég tel að miklu megi áorka með að blanda saman áherslu á sjáfbærni og hönnunarhugsun til að breyta gömlum ferlum, finna nýjar leiðir til að mæta þörfum, leysa vandamál og draga úr neikvæðum áhrifum af vöruþróun og framleiðslu. Breytingar munu ekki gerast á einni nóttu en ef unnið er að þeim af heilindum, er hægt að hafa mjög jákvæð áhrif.

Samtal við neytendur

Bakgrunnur minn er ekki úr hönnun. Ég var ráðgjafi á sviði sjálfbærni og stjórnandi sem vann fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eftir því sem tíminn leið, fann ég að mig langaði til þess að gera sjálf það sem ég var að ráðleggja öðrum – að nota aðferðir sjálfbærni til þess að hafa jákvæð áhrif með mínu eigin frumkvöðlafyrirtæki og hvetja og styðja hönnuði til að hanna vörur eftir þessum áherslum 

Það eru fjögur frábær ár síðan ég stofnaði FÓLK. Það var ljóst frá upphafi að stofnun fyrirtækis með breytingar að leiðarljósi myndi taka tíma en mikið hefur líka áorkast, bæði hjá okkur, hjá framleiðendum og í samtalinu við kaupendur og neytendur. Það er mikilvægt að viðurkenna að flestir neytendur vilja líka breytingar, neytendur eru fæstir eingöngu að leita að nýjum vörum til að kaupa, þeir eru að leita að lausnum sem leysa vandamál þeirra og auka lífsgæði. Við getum sem betur fer öll fundið hvernig margt er að þróast í átt að meiri sjálfbærni og hringrás hráefna er að styrkjast dag frá degi í heiminum.

Þegar við fórum af stað fyrir fjórum árum, mörkuðum við stefnuna í upphafi, settum okkur ákveðnar reglur til að styðja sjálfbærni í okkar vöruþróun. Allar vörur fyrirtækisins hafa farið í gegnum sama ferlið og fylgt sömu reglum síðan. Hönnun og vöruþróun með ströngum skilyrðum er svo sannarlega mun flóknara og tímafrekara en væri án þeirra, en endanleg vara er að mínu mati miklu betri og langlífari bæði fyrir fyrirtækið, neytendur og umhverfið. Það að hafa þessi skilyrði frá byrjun vöruþróunar er mjög mikilvægt, þar sem rannsóknir sýna að um 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnarferlinu. Þessi staðreynd er líka ástæðan fyrir því hvers vegna við þurfum nýja vöruþróun og lausnir, þar sem margar af vörunum sem fyrir eru á markaðnum höfðu ekki markmið sjálfbærni og hringrásar í þróunarferlinu og hafa því mun meiri neikvæð áhrif á meðan á notkun þeirra stendur og mögulega einnig eftir að notkun þeirra líkur.   

Hönnunarstefna FÓLKs til að styðja sjálfbærni og hringrásarhagkerfið sem við settum fyrir fjórum árum er enn sú sama:

#1 Við hönnum vörur sem hvetja til sjálfbærs lífsstíls og tilfærslu yfir í hringrásarhagkerfið.

#2 Vörur okkar eru hannaðar til að endast og gerðar á vandaðan hátt úr sterkum og endingargóðum hráefnum.

#3 Við notum einungis hrein og náttúruleg eða endurunnin hráefni. Til dæmis við, pappír, stein, málma og gler. Viðurinn sem við notum er ávallt FSC vottaður frá sjálfbærum skógi. Við notum endurunnið stál, plötur úr endurunnum textíl sem annars hefði verið brenndur eða lent í landfyllingu og erum að prófa hvort við getum gert vörur úr endurunnu plasti til að styðja hringrás þess.

#4 Við notum ekki einnota plast, né notum við nýtt plast í vörur eða umbúðir.

#5 Við hvetjum til gagnsæis í framleiðsluferlinu. Við trúum að gangsæi leiði til sanngjarnari viðskiptahátta þar sem neytandinn getur átt síðasta orðið.

#6 Við styðjum og höfum í heiðri heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Við höfum valið sérstaklega markmið númer 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu til að vera okkar megin innblástur.

Stefna okkar sem byggir á ofangreindum reglum hefur verið prófuð á mörgum ferlum vöruþróunar, á öllum þeim vörum sem við höfum hannað, framleitt og seljum í dag. Þessar reglur hafa þýtt það fyrir okkur að við höfum ekki bara þurft að hætta vöruþróun mörgum sinnum, heldur höfum við líka þurft að vinna meira og í lengri tíma að vörunni, ekki aðeins í hönnunarferlinu heldur líka með framleiðendum þar sem við höfum oftar en ekki þurft að þrýsta á þá að breyta eða aðlaga sínum aðferðum, ferlum eða efnisnotkun.

Margt hefur áunnist, en verkefnið er rétt að byrja, og við munum halda áfram á sömu braut og halda áfram að læra og bæta okkar nálgun og aðferðir. Markmið FÓLKs er að halda áfram að eflast sem afl til jákvæðra breytinga og taka þannig þátt í að styðja umbyltingu til sjálfbærara og hringrásarvænna samfélags. Þetta verkefni er mjög mikilvægt og þarf stuðning margra yfir langan tíma úr allri virðiskeðjunni; hönnuða, framleiðenda, neytenda, fyrirtækja og hönnunarvörumerkja. Við höfum engan annan möguleika en að taka af skarið og leiða þessa breytingu saman á jákvæðan hátt, eða eins og Bob Dylan sagði, eitthvað á þá leið, að: “…þú ættir að byrja að synda, því annars muntu sökkva eins og steinn. Því við lifum á tímum breytinga.”

Leit