Pastellitaður, með einstaka áferð og blæbrigði sem gefa rýminu hlýju og persónuleika.
Airbag púðarnir eru fullkomið dæmi um hvernig hægt er að umbreyta afgangs efnum í skapandi og fallega hönnun.
Airbag púðinn er einstaklega sterkur og endingargóður, og hentar bæði til notkunar innan- og utandyra. Hægt er að fjarlægja innri púðann og ytra áklæðið úr Airbag efni má þvo í þvottavél við 30°C.
Ytri loftpúðar koma frá evrópskum bílapartasölum. Handföng úr næloni frá Paracord.eu - eina efnið sem er ekki hringrásarefni. Merkingin er bómullar-pólýester prent frá Danmörku. Innri púðinn er fylltur með afgangsefnum og umfram power-fill efni frá 66°North.
Hannað af Studio FLÉTTA fyrir FÓLK. Hver Airbag púði sýnir styrkinn í endurnýttum efnum og vönduðu handverki.
Afhendingartími 3–5 virkir dagar.