FÓLK og bílapartasalan Netpartar hefja umræðu um hvernig sé hægt að hækka hlutfall þeirra bílaparta sem eru endurnýttir og ekki hent.
Tölur um hringrásarvænt hagkerfi hafa áhrif á þetta ferli. Alþjóðlega hagkerfið er aðeins 7,2% hringrásarvænt, og prósentan fer minnkandi. Hagkerfi Íslands er 8,5% hringrásarvænt.
FÓLK felur hönnunarteyminu Fléttu, sem eru þekktar fyrir endurnýtingu og endurvinnslu í hönnun sinni, það verkefni að skoða möguleika á endurnýtingu efnis úr bílapartasölunni og koma með tillögu að hönnun úr endurnýttu efni.
Studio Flétta skoða sig um hjá Netpörtum. Pastellituð textílefni ná athygli þeirra - loftpúðar sem hafa sprungið út í notuðum bílum. Í samvinnu ákveða Flétta og FÓLK að safna þessum fallegu textílum og hanna púða úr loftpúðunum.
80% af umhverfisáhrifum vöru er ákveðið í hönnunarferli vörunnar.
Það tók FÓLK tvö ár að finna stöðugan hráefnisstraum af loftpúðum í nógu miklu magni til að hefja framleiðslu.
Ytri partur Loftpúðans er nú fenginn frá bílakirkjugörðum í fleiri löndum í Evrópu, eins og Íslandi, Danmörku og Póllandi og sent til framleiðslu í Danmörku.
Eftir að loftpúðarnir eru flokkaðir, eru þeir sendir til Kruse Vask, sem er þvottahús í Danmörku. Þar eru notuð svansmerkt ensím sem þvottaefni, og beitt sér við að minnka magnið af vatni sem er notað við þvottinn.
Eftir að loftpúðarnir eru þrifnir eru þeir sendir til Huset Venture, sem er rekið án hagnaðarmarkmiða og ræður og styður við fólk sem þarf á andlegum, líkamlegum eða félagslegum stuðningi að halda á vinnumarkaði.
Loftpúðarnir eru flokkaðir og nothæfari textílar eru gerðir að ytra áklæði púðans, á meðan minna nothæfir hlutar textílsins eru klipptir upp og notaðir í minni smáatriði púðans.
Litríku handföng púðans eru keypt hjá Paracord.eu í Hollandi. Reipið sjálft er gert úr nylon og framleitt í Evrópu.
Vörumiðinner prentaður á textíl úr blönduðu bómull og polyester, og prentaður í Danmörku.
Þetta eru einu tveir hlutar Loftpúðans sem ekki eru endurunnir.
Innri púðinn er gerður í verksmiðju AnnTex í Danmörku sem býr til dýnur fyrir hjólhýsi. Vegna óvenjulegs forms hjólhýsisdýnanna situr verksmiðjan uppi með mikið magn afgangshráefnis frá framleiðslu, sem er hægt að rífa niður í litla búta, sem notaðir eru sem fylling í Loftpúðann. Ásamt því er notað afgangsefni frá öðru stóru fyrirtæki, 66°Norður.
66° North er þekkt útivistarmerki. Í framleiðsluferli þeirra verður til afgangs "powerfill" efni sem fyrirtækið getur ekki notað. Sem skref í áttina að markmiði þeirra um að draga úr úrgangi, buðu þau FÓLKi að nota powerfill afganga sem fyllingu í Loftpúðana. Textíllinn í kring um fyllinguna er endurnýtt hráefni.
Það kemur öllum á óvart að loftpúðarnir í bílunum okkar séu pastellitaðir í bleikum, bláum og grænum tónum þegar þeir springa út úr mælaborði bílsins.
Loftpúðinn sem vara er mjög sterklega gerður og endingargóður, og fullkominn fyrir barnaherbergið, stofuna eða yogastúdíóið.
Hver Loftpúði er einstakur, þar sem efnið er endurnýtt. Litur loftpúðans og handfangsins getur því verið breytilegur. Við pöntun er þó hægt að bæta við ósk um litapallettu púðans.