Hringrás hráefna er FÓLKi hugleikin og var kveikjan að því að Endurunna textílborðið leit dagsins ljós sem er hannað af verðlaunahönnuðinum Jóni Helga Hólmgeirssyni. Það er búið til úr endrunnum textíl sem fellur til í framleiðslu, bæði textíl- og tískufyrirtækja og kemur í veg fyrir að efnið sé brennt eða urðað með tilheyrandi umhverfisáhrifum.
Borðið er frumgerð sem er í framleiðsluferli. Borðið er einnig úr endurunnu stáli og FSC vottuðum við. Það var valið af Dwell Magazine sem ein af 5 bestu umhverfisvænu vörunum árið 2020 og nýverið tilnefnt til Grapewine hönnunarverðlaunanna. Sjá má umfjöllun Dwell hér
Varan er í framleiðsluferli en hægt er að sérpanta vöru. Afhendingartími er 4-8 vikur.
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira