Sérstök útgáfa Lifandi hluta úr íslensku hraefni, gabbró, líparíti og grágrýti.
Living Objects eru margnota vasar og kertastjakar úr náttúrulegu hráefni; marmara og látúni. Abstrakt hlutur með fleiri en einn notkunarmöguleika var upphaflega það verkefni sem hönnuðinum Ólínu Rögnudóttur var falið og útkoman hefur slegið í gegn hérlendis.
Hlutina er bæði hægt að fá úr indverskum marmara en einnig er hægt að sérpanta þá úr alíslenskum steintegundum eins og gabbró, líparíti, blágrýti og grágrýti. Grágrýtið kemur reyndar úr byggingargrunnum af höfuðborgarsvæðinu, meðal annars úr grunni nýs Landspítala og er hráefninu því komið í notkun í stað förgunar og er hér stuðlað að hringrás hráefna.
Hver hlutur er handgerður og afgreiðslutími er 4-6 vikur.
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira