Loftpúðinn er gott dæmi um hvernig góð hönnun getur stutt hið mikilvæga verkefni að auka hringrás hráefna. Það er hönnunarteymið Flétta sem hannaði loftpúðann fyrir FÓLK Reykjavík.
Efni:
Loftpúðar koma frá bílapartasölum á Íslandi (Netpartar), Danmörku og Póllandi.
Um hreinsun sér Kruse Vask.
Púðarnir eru saumaðir á saumverkstæði í Kaupmannahöfn sem veitir fólki sem þarf stuðning á vinnumarkaði atvinnu.
Hver púði er einstakur. Púðarnir koma í ólíkum litum og með handfangi sem er ýmist rautt, bleikt eða appelsínugult. Við kaup á Loftpúða er hægt að skrifa inn ósk um lit við hlið heimilisfangs.
Þvermál hvers púða er um 60 cm.
Þyngd: 220 gr.
Loftpúðann má þvo við 30 gráðu hita.
Það má gera ráð fyrir 4 vikna afhendingartíma.
Frí heimsending á Íslandi
Meira um hönnunina, hráefni, framleiðslu og sjálfbærni vörunnar hér
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira