Leit

Húsgögn

Smærri hlutir

Ljós

FÓLK Vörulisti 2023

Sögur af FÓLKi

Innblástur

Umfjöllun um FÓLK

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

FÓLK Reykjavík gerir dreifingarsamning um Finnland og Eystrasaltslöndin

Íslenska hönnunamerkið FÓLK Reykjavík og dreifingaraðilinn Noneka Oy hafa gert með sér dreifingarsamning á vörum FÓLKs í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Noneka Oy er öflugur og reyndur aðili á þessu sviði en meðal vörumerkja sem aðilinn dreifir á sömu mörkuðum eru danski hönnunarrisinn Fritz Hansen, samfélagsábyrga hönnunarfyrirtækið Mater sem nýverið vann hönnunarverðlaun Wallpaper og ljósaframleiðandinn þekkti Le Klint.

Noneka verður umboðsmaður FÓLKs; markaðssetur og veitir þjónustu í tengslum við sölu á vörum fyrirtækisins í löndunum fjórum.

 “Eftir nokkurra ára undirbúning við að byggja upp hönnunarvörumerki og vörur með áherslu á sjálfbærni er spennandi að fara inn á nýja markaði. Við erum mjög spennt að kynna íslenska hönnun fyrir Norrænum frændum okkar í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Einnig er mjög ánægjulegt að hafa tryggt dreifingarsamstarf við reyndan og rótgróinn aðila eins og Noneka Oy fyrir þessa markaði.” segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri FÓLK Reykjavík.

“Okkur hlakkar til að eiga samstarf við fyrsta íslenska hönnunarfyrirtækið. Við teljum að vörur FÓLK eigi mikið erindi inn á markaðinn í Finnlandi og Eystrasaltslöndin og erum sannfærð um að FÓLK muni njóta mikillar velgengni“ segir Petri Puotiniemi, framkvæmdastjóri Noneka Oy.

Leit