Lava glervasarnir eru glæsileg hönnun sem sænska hönnunarstúdíóið Navet hannaði fyrir FÓLK.
Vasarnir eru glæsilegir með fallegum blómum og eru einnig sérlega fallegir á borði einir og sér. Það sem er sérstakt við Lava vasana er að þeir eru framleiddir úr 100% endurunnu gleri í Svíþjóð, þar sem úrgangsgas er einnig notað sem orka til að knýja framleiðsluna.
Vasarnir eru handgerðir,hver vasi er einstakur í laginu og eru fáanlegir í tveimur mismunandi stærðum. Lava nafnið vísar til þess að bráðnu gleri er helt yfir mót sem minnir á þegar nýtt hraun flæðir niður fjall.
Vasinn er þar með ekki einungis glæsilegur heldur sýnir einnig hvernig nýsköpun í hönnun getur stuðlað að grænni umbreytingu.
100% endurunnið gler.
25 x 13 cm, 2,5 kg
Framleitt í Svíþjóð
Lavavasinn kemur úr framleiðslu í október. Forsala er í fullum gangi með ókeypis heimsendingu. Skráðu þig á fréttabréfið okkar til að fá afsláttarkóða.
Náttúruleg & endurunnin hráefni
Margnota & endingargóðar vörur
Frí heimsending á Íslandi yfir 15.000 kr.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lestu meira